Vilt þú vita hvert eignir þínar renna eftir þinn dag? Hvaða reglur gilda og hverju er hægt að breyta?
Á Dokkufundinum verður farið yfir meginreglur erfðalaga og leitast verður við að svara helstu spurningum sem vakna varðandi erfðamál og hvaða reglur gilda um erfðaskrár og kaupmála.
Elín Sigrún Jónsdóttir, lögmaður er stofnandi fyrirtækisins BÚUM VEL sem er sérhæfð lögfræðiþjónusta vegna búsetuskipta. Þá veitir hún viðskiptavinum stuðning og ráðgjöf við dánarbússkipti og ýmsa löggerninga á sviði erfðaréttar. Fyrirtækið veitir nýja tegund þjónustu á íslenskum fasteignamarkaði, sjá nánar á www.buumvel.is
Í beinni á vefnum – þú færð sendan tengil á fundinn ca. 30 mín. áður en hann hefst. Til að fá örugglega sendan tengil er best að skrá sig á fundinn í síðasta lagi einni klukkustund áður en hann hefst.