- This event has passed.
Er starfsfólkinu treystandi fyrir upplýsingum?
24. október @ 09:00 - 09:45
Upplýsingaflæði á vinnustað, hvernig ætti það að vera og til hvers. Af hverju eiga svo mörg fyrirtæki í vandræðum með að skapa eiginlegt traust á vinnustað og hvaða leiðir er hægt að fara til þess að laga það.
Á Dokkufundinum fara Björk og Íris yfir afleiðingar skorts á upplýsingaflæði innan fyrirtækja sem og mikilvægi reglulegrar upplýsingagjafar á vinnustað sem partur af því að byggja upp traust og jákvæða vinnustaðamenningu. Jafnframt fara þær yfir hvað séu gagnlegar upplýsingar, tilgangur reglulegrar upplýsingagjafar og með hvaða hætti sé best að deila þeim.
Hverjir verða með okkur?
Björk Ben og Íris Dögg, stjórnendaráðgjafar hjá Mintos.
Björk og Íris afa viðamikla reynslu úr íslensku atvinnulífi. Þær brenna fyrir að aðstoða stjórnendur og fyrirtæki í að bæta menningu á sínum vinnustað til að auka traust og árangur.
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.