Jón Helgi Einarsson:
Jón Helgi er framkvæmdastjóri Hugbúnaðarsviðs hjá RB og hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan 2014. Jón Helgi hefur tekið þátt í ofangreindum verkefnum sem þátttakandi í stýrihóp, eigandi (e. sponsor) o.fl.
Sandra Dögg Pálsdóttir:
Sandra hefur starfað hjá RB síðan 2013, fyrst sem viðskiptastjóri og síðar sem verkefnastjóri. Sandra hefur meðal annars stýrt innleiðingum á nýjum innlána- og greiðslukerfum (Sopra) hjá hluta bankakerfisins ásamt því að stýra ákveðnum verkefnum sem tengjast útleiðingu stórtölvunnar.
Katrín Rögn Harðardóttir:
Katrín hefur starfað hjá RB síðan 2016 og er í forsvari fyrir Verkefnastofu RB. Hún kom að Sopra innleiðingunni og heldur núna utan um verkefni sem tengjast útleiðingu stórtölvu RB sem áætlað er að slökkva á innan fárra vikna.
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.