- This event has passed.
Einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum: Hvar liggja mörkin og hvar liggur ábyrgðin?
22. febrúar @ 09:00 - 09:45
Á Dokkufundinum verður fjallað um einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Farið verður yfir hvernig þessi hugtök geta skarast, hvað sé líkt með hegðuninni sem um ræðir og hvað ekki. Einnig verður farið yfir hvar ábyrgðin liggur og hvernig við verðum öll að vera tilbúin til að leggja okkar af mörkum til að tryggja góð samskipti á vinnustöðum.
Hver verður með okkur?
Helga Lára Haarde er klínískur sálfræðingur og ráðgjafi í mannauðsmálum hjá Attentus mannauði og ráðgjöf
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.