Marel notar sýndarveruleika og hermanir í auknum mæli, bæði við framleiðslu og sölu og jafnframt til þess að hraða þróunarferlinu og draga úr kostnaði við uppsetningar fyrir viðskiptavini. Sýndarveruleikatækni býður upp á að sýna tæki og lausnir í þrívíðum og í skalanum einn á móti einum til að bæta samskipti við mögulega viðskiptavini og minnka óvissuþætti. Viðbættur veruleiki hjálpar við að auka námkvæmni og hraða í samsetningum ásamt því að glæða tæki og markaðsefni lífi á sýningum