Stjórnun viðskiptatengsla snýst um að vera með sem besta þjónustu og viðhalda viðskiptum. Ávinningurinn er ekki endilega sá að salan aukist um leið heldur gæti frekar birst í þeirri mynd að núverandi viðskiptavinir haldi tryggð við fyrirtækið í ár og áratugi. Frekar en að snúast um skammtímaábata snýst stjórnun viðskiptatengsla um líftímavirði hvers viðskiptavinar.
Á Dokkufundinum verður farið yfir nokkrar af helstu áskorunum þegar kemur að CRM – ma.:
Víkingur Grímsson, forstöðumaður viðskiptatengsla og þjónustuvers hjá Bílaumboðinu Öskju. Hans helstu verkefni eru að innleiða og þróa CRM, ásamt því að auka þjónustustig og líftímavirði viðskiptavina.
MBA lokaverkefni Víkings fjallaði um CRM og innleiðingu þess.
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.