
Hann hefur verið kallaður Bolabítur á buxnaskálm og á þessum Dokkufundi mun hann nálgast efnið út frá sjónarhorni lögmanns vinnuveitanda – en á málinu eru auðvitað fleiri hliðar.
Ástæða þess að Gunnar fór að skoða þetta var sú að upp kom sú staða á starfsstöð VHE á Reyðarfirði, að ef starfsmanni var sagt upp eða hann sagði sjálfur upp, þá kom nánast undantekningarlaust læknisvottorð sem dugði út uppsagnafrestinn. Sem sagt starfsmaðurinn þurfti ekki að vinna uppsagnarfrestinn og gat þess í stað farið í launað veikindaleyfi.
Þar sem kostnaður vegna veikindagreiðslna er þegar mjög hár, hugleiddi Gunnar að það væri varla á það bætandi ef grunsemdir vakna um að veikindarétturinn sé misnotaður – er eitthvað til í því og hvað er þá til ráða?
Gunnar mun byggja á erindi sem hann hélt á Læknadögum í byrjun árs 2024, sem og þeim greinum sem hann hefur skrifað um þessi mál. Þar bendir hann m.a. á að allir sem að þessum málum koma hafa sitt sjónarhorn og hann spyr hvort það sé ekki að verða tímabært að löggjafinn taki þessi mál aftur til nánari skoðunar.
Gunnar Ármannsson, Bolabítur á buxnaskálm, lögmaður og sviðsstjóri rekstrarsviðs VHE vélaverkstæðis
Á vefnum – í Teams