Hvort sem það er kallað kynning, ræða, fyrirlestur, viðtal eða ráðstefna – þú vilt koma þér og þínum skilaboðum þannig á framfæri að fólk verði fyrir áhrifum. Þessi fyrirlestur snýst vissulega um glærur – en meira um þig, því þú ert kjarninn í því sem þú kynnir. Farið verður yfir hagnýtar aðferðir við skipulagningu kynninga, punkta um framsetningu efnis og ekki síst samspil glærunotkunar og „ræðumennsku“ þinnar.
Fjalar Sigurðarson
Fjalar er markaðsstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og hefur áralanga reynslu í markaðs- og kynningarmálum og sömuleiðis sem fjölmiðlamaður.
Hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Árleyni 8, 112 Reykjavík – engin umferð upp eftir á morgnana og næg bílastæði.