fbpx
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Árangursrík teymi og leyni hráefnið. Sálfræðilegt öryggi innan teyma og vinnustaða.

8. desember 2020 @ 09:00 - 10:00

Verkfræðingafélag Íslands og Verkefnastjórnunarfélag Íslands bjóða Dokkunni á “samlokufund”

Mjög víða í samfélaginu er verið að vinna verkefni, hvort sem það er innan fyrirtækja eða stofnana. Stærðargráða þeirra og flækjustig eru mismunandi en oftar en ekki eru teymi þeim að baki. Í atvinnulífinu hefur verið lögð mikil áhersla á faglega verkefnastjórnun. Gerðar eru verk-, tíma- og kostnaðaráætlanir og besta leiðin fundin. Minni gaumur hefur verið gefinn að mannlega þætti greinarinnar, sem felur meðal annars í sér að byggja upp traust í teymum og skapa öruggt umhverfi fyrir meðlimi þeirra til að segja hug sinn af einlægni og takast á um hugmyndir og aðferðir á uppbyggilegan hátt.

Hverjir?

Áslaug Ármannsdóttir

Áslaug starfar sem verkefnisstjóri heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna hjá Háskóla Íslands. Hún er einnig sjálfstætt starfandi verkefnisstjóri, markþjálfi og teymisþjálfi. Áslaug er með MPM-gráðu í verkefnastjórnun og hefur lokið BA gráðu í mannfræði.

Laufey Guðmundsdóttir

Laufey starfar sem verkefnisstjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands. Að auki starfar hún sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi, markþjálfi og teymisþjálfi. Laufey er með MPM-gráðu í verkefnastjórnun og hefur lokið BS gráðu í viðskiptafræði.

Misstir þú af fundinum?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna.

Details

Date:
8. desember 2020
Time:
09:00 - 10:00
Event Category:

Venue

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.