- This event has passed.
Slaufun og ábyrgð: Hver ber ábyrgð á mannorði okkar?
11. apríl @ 09:00 - 09:45
Fjallað verður um ýmsar hliðar á slaufun og svokallaðri slaufunarmenningu. Á ýmsum tímum sögunnar og í ýmiss konar samhengi hefur fólk misst mannorðið, tapað ærunni.
- Er það sem hefur verið kallað slaufun á undanförnum árum annars eðlis en „hefbundnari“ ærumissir?
- Ríkir um þessar mundir slaufunarmenning með aukinni hættu á útskúfun úr samfélaginu eða hefur það kannski bara færst til hvaða hópar eiga þetta mest á hættu?
- Hver á að taka ábyrgð og á hverju?
- Ber samfélagið ábyrgð á að gæta þess að þau sem lenda í slaufun, eða tapi ærunni, eigi afturkvæmt?
Hver verður með okkur?
Eyja M. J. Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki og formaður námsbrautar í heimspeki við Háskóla Íslands
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.