Loading Events

« All Events

Áhættustjórnun – forsenda stöðugs reksturs

21. janúar 2026 @ 09:00 - 09:45

Markmið með erindinu er að kynna grunninn að skipulagðri og samræmdri áhættustjórnun, sýna hvers vegna hún er lykilatriði fyrir rekstur og ákvarðanatöku, og fara yfir hvernig hægt er að innleiða og starfrækja áhættustjórnunarkerfi sem styður við markmið og öryggi starfsheilda.

Meðal þess sem farið verður yfir er:

  • Hvað er áhættustjórnun (frá hugtaki til aðgerða).
  • Helstu þættir í ferlinu: áhættugreining, mat, stýringar, eftirlit.
  • Hvernig skipulagður rammi/aðferðafræði (t.d. samkvæmt alþjóðlegum staðli) hjálpar okkur að ná markmiðum.
  • Hagnýtar leiðir til að innleiða áhættustjórnun: ábyrgð, verkferlar, mælikvarðar, endurmat.
  • Ávinningur — hvernig markviss áhættustjórnun sparar tíma, peninga, degur úr óvissu og bætir menningu.

Á erindinu verður áhersla á að áhættustjórnun er ekki „aukahlutur“ heldur hluti af daglegu starfi og stefnu — forsenda fyrir áhættumiðaða ákvarðanatöku og stuðning við rekstur.

 

Hver verður með okkur?

Ólafur Róbert Rafnsson, en hann er reyndur sérfræðingur í upplýsingaöryggi og áhættustjórnun.

Hann er með áratuga reynslu – meðal annars frá störfum hjá KPMG, Capacent og sem ráðgjafi – hefur hann leitt vel heppnaðar innleiðingar á öryggis-, gæðastjórnun og áhættustýringarkerfum fyrir stór fyrirtæki og stofnanir á Íslandi. Hann starfar nú hjá Stiku Solutions þar sem hann leiðir ráðgjöf á sviði öryggis-, áhættu- og gæðastjórnunar.

Hæfniþættir

Á Dokkufundum er lagt upp með að efla hæfni þátttakenda, til að viðhalda og auka atvinnuhæfni þeirra – og sem styðja þátttakendur almennt við að dafna á vinnumarkaði framtíðarinnar og í samfélagi framtíðarinnar.

Á fundunum tengjum við ýmist við þá hæfniþætti sem WEF (World Economic Forum) hefur sagt að verði í mestri eftirspurn til næstu ára
eða þá hæfniþætti sem McKinsey hefur sagt að við þurfum á að halda til að dafna á vinnumarkaði framtíðarinnar og í samfélagi framtíðarinnar.

Á þessum fundi fá þátttakendur fróðleik sem tengist

  • hæfniflokki WEF sem kallast Stjórnunarfærni (e. Management skills). Undir þann hæfniflokk falla hæfniþættirnir
    • Mannauðsstjórnun
    • Auðlindastjórnun og rekstur
    • Gæðastjórnun
  • hæfniflokki McKinsey sem kallast Vitræn hæfni (e. Cognitive). Undir þann hæfniflokk falla hæfniþættirnir
    • Gagnrýnin hugsun
    • Skipulag og vinnulag
    • Samskipti
    • Andlegur sveigjanleiki

Hvar verðum við

Á vefnum – í Teams

Details

  • Date: 21. janúar 2026
  • Time:
    09:00 - 09:45
  • Event Category:

Venue

  • Á vefnum