- This event has passed.
Varnir fyrirtækja gegn svikastarfsemi í reikningsviðskiptum
1. apríl 2022 @ 09:00 - 09:45
Færst hefur í aukana að fyrirtæki verði fyrir tjóni vegna svikastarfsemi í reikningsviðskiptum. Þá hafa óprúttnir aðilar nýtt sér kennitölur fyrirtækja sem eru gamlan rekstur eða liggja jafnvel í dvala og í sumum tilfellum jafnvel með gott lánshæfismat. Með þessum hætti geta þeir sem standa á bak við svikastarfsemina sótt sér vörur fyrir miklar upphæðir án þess að greiða fyrir þær.
Sem betur fer hægt að koma auga á svikastarfsemi með réttu gögnunum og ferlunum við umsóknir um reikningsviðskipti. Á Dokkufundinum verður fjallað um eftirfarandi:
- Hver eru helstu merkin um svikastarfsemi?
- Hvaða upplýsingar nýtast við ákvörðunartöku um reikningsviðskipti?
- Hvernig er hægt að lesa ársreikninga til að koma auga á svikastarfsemi?
Hver verður með okkur?
Kári Finnsson, markaðs- og fræðslustjóri Creditinfo.
Misstir þú af fundinum?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.