fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Áskoranir í aðfangakeðju og þjónustuvegferð Distica

28. apríl 2022 @ 09:00 - 09:45

Það hefur mikið gengið á hjá Distica síðustu tvo árin en eins og margir vita var Distica valið af heilbrigðisyfirvöldum til að sjá um innflutning og dreifingu á Covid bóluefnum. Fyrir þann tíma vissu fáir hvað Distica var. Á Dokkufundinum ætlar Júlía Rós, framkvæmdastjóri Distica, að fara yfir áskoranir í tengslum við aðfangakeðju fyrirtækisins á tímum Covid – en skyndilega voru engin flug og lyfjanotkun innanlands breyttist mikið t.d minnkaði notkun sýklalyfja almennt vegna samkomutakmarkana og fl. 

Á sama tíma ákvað Distica að fara í vegferð á sviði þjónustuferla fyrirtækisins og mun Júlía einnig deila þeirri vegferð með okkur og þeim árangri sem náðist..

Hver verður með okkur?

Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri

Misstir þú af fundinum?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.

Upplýsingar

Dagsetn:
28. apríl 2022
Tími
09:00 - 09:45
Viðburður Category:

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.