Það er orðin sjálfsögð krafa viðskiptavina að upplifun þeirra af þjónustu og vörum sé jákvæð og þau nái þeim árangri sem þau þurfa auðveldlega. Metnaðarfull fyrirtæki sjá að með því að huga að notendaupplifun geta þau sjálf náð betri árangri. Hinsvegar er alls ekki augljóst hvernig á að bera sig að til að gera upplifun viðskiptavina jákvæða. Mikilvægasta skrefið í þá átt er að geta sett sig í spor viðskiptavina og nýtt sér upplýsingar um viðskiptavini í gegnum þróun og afhendingu á vörum og