- This event has passed.
Að næra delluna sína – í flæði
14. október 2022 @ 09:00 - 09:45
Í hverju gleymdir þú þér sem barn? Hvað veitir þér ánægju í dag? ,,Dellur“ hafa stundum fengið neikvætt hlaðna merkingu í daglegu tali en í ,,dellum“ felast heilmikil lífsgæði.
Í fyrirlestrinum er fjallað um nærandi athafnir í leik og starfi og hvernig þær hafa jákvæð áhrif á heilsu, vellíðan, endurheimt og streitulosun. Hvað eru nærandi athafnir fyrir þér? Hvar birtast þær í vinnu? Áhugamálum? Heimilisstörfum? Nærandi athafnir geta falist í einhverju sem hefur fylgt okkur í gegnum lífið en þær geta líka birst í nýrri iðju og nýjum áhugamálum. Afhverju fóru allir að baka súrdeigsbrauð? Hvar gleymir þú þér í flæði?
Fjallað er um styrkleika, flæðiskenningu Mihaly Csikszentmihalyi (flow theory), tengsl og fleiri áhrifamikla grunnþætti lífsgæða sem hafa áhrif á jákvæða heilsu í lífi og starfi.
Hver verður með okkur?
Ingibjörg Valgeirsdóttir hjá Saga Story House. Ingibjörg hefur MBA, MA-diplóma í jákvæðri sálfræði og BA-uppeldis- og menntunarfræði
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.