Nýtt ár, ný tækifæri – eða verður þetta sama gamla tuggan?

Settir þú þér áramótaheit en ert þegar búin að brjóta þau?
Þá ertu ekki ein(n) því rannsóknir sýna að við erum flest búin að gleyma þeim á áttunda degi.
Ekki örvænta því góðu fréttirnar eru þær að það er aldrei of seint að hanna gott líf – en það er það sem flest áramótaheit ganga jú út á.
Á þessum Dokkufundi fáum við að heyra um aðferðir sem hafa gagnast fjölda fólks við að hanna betra líf. Hugmyndirnar eru sprottnar úr Design Thinking því breytingar krefjast hönnunarferils, til að átta sig á því hvað við viljum og hvernig við náum því. Þessi aðgerð gagnast fólki á öllum aldri sem veltir því fyrir sér hvað skuli gera næst, hvað það langi til að gera og hvað það geti gert.
Hver verður með okkur?
Ragnhildur Vigfúsdóttir, viðurkenndur Design Your Life Coach.
Hún er með kennsluréttindi frá HÍ, diplóma í starfsmannastjórnun (EHÍ), gráðu í markþjálfun, með PCC vottun frá International Coaching Federation og vottaður teymismarkþjálfi frá Team Coaching International.
Hún er einnig með diplómu í jákvæðri sálfræði frá EHÍ, Certified Dare to Lead™ Facilitator, Certified Daring Way™ Facilitator og eins og áður sagði, Certified Designing Your Life Coach.
Að auki er hún með réttindi til að leggja fyrir Strengths Profile styrkleikagreiningu fyrir einstaklinga og teymi og er Five Behaviors of a Cohesive Team™ Facilitator og því þjálfuð í að nýta efni frá Lencioni til að byggja upp teymi.
Hæfniþættir
Á Dokkufundum er lagt upp með að efla hæfni þátttakenda, til að viðhalda og auka atvinnuhæfni þeirra – og sem styðja þátttakendur almennt við að dafna á vinnumarkaði framtíðarinnar og í samfélagi framtíðarinnar.
Á fundunum tengjum við ýmist við þá hæfniþætti sem WEF (World Economic Forum) hefur sagt að verði í mestri eftirspurn til næstu ára
eða þá hæfniþætti sem McKinsey hefur sagt að við þurfum á að halda til að dafna á vinnumarkaði framtíðarinnar og í samfélagi framtíðarinnar.
Á þessum fundi fá þátttakendur fróðleik sem tengist
- hæfniflokki WEF sem kallast Sjálfsefling og -áhrif (e. Self-Efficacy). Undir þann hæfniflokk falla hæfniþættirnir
- Seigla, sveigjanleiki og aðlögunarhæfni
- Hvatning og sjálfsmeðvitund
- Forvitni og stöðugur lærdómur.
- hæfniflokki McKinsey sem kallast Sjálfsforysta (e. Self-Leadership). Undir þann hæfniflokk falla hæfniþættirnir
- Sjálfsmeðvitund og sjálfsstjórn
- Frumkvöðlahugsun
- Að ná markmiðum
Hvar verðum við
Á vefnum – í Teams