Á Dokkufundinum verður fjallað um hvað getur orsakað að meðvirkar aðstæður fái að þróast á vinnustaðnum, hvernig við verðum meðvirkninni að bráð án þess að gera okkur grein fyrir því og hvaða áhrif það getur haft á menninguna og andann á vinnustaðnum. Sömuleiðis verður farið yfir nokkrar ólíkar leiðir sem við getum sjálf haft að leiðarljósi í störfum okkar, nálgun og samskiptum til að fyrirbyggja að slíkar aðstæður komi upp.
Sigríður er mannauðsfræðingur með víðtæka reynslu og þekkingu úr atvinnulífinu. Hún starfaði sem forstöðumaður mannauðsmála hjá Mosfellsbæ, Mannviti og Íslandspósti og þjálfaði fólk í mannlegum samskiptum hjá Dale Carnegie í fimm ár. Sigríður hefur meðal annars sérhæft sig í því að þjálfa fólk í að greina og taka á meðvirkum aðstæðum sem geta skapast á vinnustöðum.
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.