fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Hvernig menning innleiðir stefnu

24. nóvember 2022 @ 09:00 - 09:45

Um þessar mundir er mikið talað um öfluga og heilbrigða vinnustaðamenningu og þær Margrét og Maríanna  hjá Landsneti, ætla að gefa okkur innsýn í vinnu sem Landsnet hefur lagt í til að hafa áhrif á vinnustaðamenninguna hjá sér.

Margrét ætlar að segja okkur frá þeirri menningarvegferð sem Landsnet hefur verið á undanfarin tvö ár. Hvað hefur gengið vel, komið þeim að óvart, hvar áskoranirnar liggja og hvaða tól þau hafa verið að nota til þess að lýsa leiðina.

Maríanna kemur inn á hvernig þessi vegferð er undirstaða þess að ná árangri við innleiðingu á stefnu fyrirtækisins og hvaða áhrif þetta hefur haft á hugarfarið á bakvið stjórnunarstíl stjórnendateymisins.

Hver verður með okkur?

Margrét Eva er verkefnastjóri menningarvegferðar Landsnets sem hefur verið eitt af lykilverkefnum félagsins undanfarin tvö ár. Hún hefur ástríðu fyrir breytingum, að styðja fólk í breytingarvegferð og að gera hlutina betri í dag en þeir voru í gær. Hún er verkfræðilegur eðlisfræðingur sem hefur séð það að tækni getur ekki eitt og sér leyst vandamálin heldur þurfum við fólkið með okkur í lið til að ná árangri.

Maríanna Magnúsdóttir er leiðtogi breytinga hjá Landsneti. Hún er með fjölbreyttan bakgrunn; rekstrarverkfræðingur, lean sérfræðingur, markþjálfi og hefur sérhæft sig í stjórnun og innleiðingu stefnu fyrirtækja. Maríanna hefur ástríðu fyrir því að hjálpa fólki að vera hamingjusamt og ná árangri í lífi og starfi.

Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.

Upplýsingar

Dagsetn:
24. nóvember 2022
Tími
09:00 - 09:45
Viðburður Category:

Staðsetning

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.