Hugur okkar er þrautþjálfaður í að greina aðstæður og einstaklinga á sekúndubroti, draga ályktanir og taka ákvörðun. Spurningar sem vakna hjá viðskiptavinum við fyrstu upplifun eru mikilvægar til að tilvonandi viðskiptavinur geti tekið ákvörðun hratt.
Til að koma í viðskipti í dag er algengt að viðskiptavinir þurfi að senda tölvupóst eða fylla út form sem kalla í kjölfarið á frekari tölvupóstsamskipti, símtöl, undirskriftir á skjölum og jafnvel bílferðir með frumrit af samningum. Slíkt ferli er ekki bara slæm upplifun fyrir viðskiptavini og óöruggt, heldur eykur ferlið líkurnar umtalsvert á að tilvonandi viðskiptavinir fresti að koma í viðskipti – eða jafnvel hætti við.
Á Dokkufundinum verður farið yfir hvað við getum gert til að fjarlægja þessar hindranir og gera ferlið þægilegt og skilvirkt, bæði fyrir viðskiptavininn og ekki síður fyrirtækin.
Björt Baldvinsdóttir, customer success manager hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Taktikal
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.