- This event has passed.
Ertu stöðugt að rakka þig niður? Hvað segja rannsóknir um sjálfsmildi?
19. október 2022 @ 09:00 - 09:45
Samkennd í garð okkar nánustu þegar þau eiga erfitt er flestum eðlislæg. En hvernig bregðumst við þegar við stöndum andspænis erfiðleikum eða veikleikum okkar sjálfra? Þar þekkja margir sig sem sinn versta gagnrýnanda. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að fólk er almennt betra við sína nánustu en við sjálft sig. Sjálfsmildi samanstendur af þremur þáttum;
- Núvitund
- Sammannlegum þáttum (e. common humanity)
- Góðvild í eigin garð.
Þessir þrír þættir virka sem afl gegn öðrum innri þáttum sem ekki eru hjálplegir. Sjálfsmildi snýst þannig um að rækta með sér góðvild, hlýju og umhyggju gagnvart okkur sjálfum, líkt og við myndum sýna öðrum sem þjást. Sjálfsmildi snýst ekki um sjálfsvorkunn eða tilfinningasemi heldur er hún virkt afl í að sýna umhyggju.
Í stað þess að rakka okkur sjálf vægðalaust niður, þá beinum við samkenndinni inná við þegar við stöndum andspænis eigin veikleikum og eflum tilfinningalegan styrk og þol. Hvatning, fyrirgefning og tenging við aðra er aðalsmerki samkenndar.
Á Dokkufundinum verður meðal annars farið í helstu þætti sjálfsmildinnar, hvernig hún getur stutt okkur í daglegu lífi og hvað getur hindrað okkur í að sýna okkur sjálfum samkennd. Einnig verða rannsóknir að baki hugtakinu kynntar auk þess sem farið verður í verklegar æfingar.
Hver verður með okkur?
Alís Yngvason, MSC í jákvæðri sálfræði með áherslu á núvitund, sjálfsmilidi og hugræna atferlismeðferð. Alís starfar hjá Lausninni Sálfræðiþjónustu.
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.