Vegna tæknilegra vandamála eyðilagðist upptakan af Dokkufundinum þegar hann var fyrst haldinn í janúar. Vegna fjölda fyrirspurna um upptökuna ætlum við að endurtaka fundinn 💛
Siðferðisgáttin er þjónusta sem ráðningar- og ráðgjafarfyrirtækið Hagvangur hefur boðið upp á í ríflega tvö ár. Með þjónustunni gefst starfsmönnum fyrirtækja og stofnana kostur á að koma á framfæri beint til óháðs teymis innan Hagvangs ef þeir verða fyrir óæskilegri háttsemi á vinnustað eða finna fyrir annars konar vanlíðan í starfi.
Stefanía Hildur Ásmundsdóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi
Yrsa Guðrún þorvaldsdóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi
Gyða Kristjánsdóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðun á milli.