fbpx

Views Navigation

Event Views Navigation

Today

Áætlunargerð: Tilgangur, aðferð og áskoranir

Dokkan , Iceland

Raunhæf áætlun er eitt mikilvægasta verkfæri sem fyrirtæki nýta til að stýra rekstri. Áætlunargerðinni fylgja þó ýmis konar áskoranir sérstaklega þar sem breytingar eru örar.Á fundinum verður lögð áhersla á að svara eftirfarandi spurningum: Til hvers er áætlun gerð? Hverjir nýta áætlunina? Hvaða þætti þarf að taka tillit til? Hvernig styður áætlun við rekstur og […]

Staða endurgjafar á Íslandi og nýjar áherslur í starfsmannasamtölum

Dokkan , Iceland

Tilgangur starfsmannasamtala og frammistöðustjórnunar er að hvetja starfsfólk og efla frammistöðu, en hafa hefðbundnar leiðir skilað tilætluðum árangir? Sennilega ekki. Til að mynda eru aðeins 14% starfsfólks sammála því að frammistöðumat þess hvetji til betri frammistöðu. Vegna þessa hafa margir vinnustaðir tekið upp nýjar og árangursríkari leiðir í starfsmannasamtölum og endurgjöf, í því skyni að efla frammistöðu […]

Greining mannauðsgagna, forsenda ákvörðunartöku og mannaflaspár í OR samstæðunni

Dokkan , Iceland

Mannauðs- og launagögn hafa verið nýtt til grundvallar spágerð í Orkuveitusamstæðunni allt frá árinu 2014. Afurðin er launa- og mannaflaspá fyrirtækjanna, hún er meðal annars nýtt til að kortleggja álag í ráðningum, mögulegar arftakagreiningar og þjálfunarþörf. Framsetning á lifandi mannauðsmælaborðum verður kynnt þar sem lykilmælikvarðar og staða gagnvart markmiðum eru sett fram.Þú færð meðal annars […]

Staðlar. Stjórntækin sem stjórnendur elska

Dokkan , Iceland

Staðlanotkun er talin stuðla að 0,7% framleiðiniaukningu fyrirtækja árlega. Þeir eru líka notaðir til að leggja grunn að samhæfingu á innri markaði Evrópu með tilvísunum í lögum og reglugerðum til að tryggja gæði og öryggi vöru. CE merkið er skýrasta dæmið um það.Staðlaráð Íslands útvegar staðla í tugþúsundatali um allt milli himins og jarðar, frá […]

Risaverkefnið Reykjavíkurmaraþon

Dokkan , Iceland

Fyrsta Reykjavíkurmaraþonið var haldið árið 1984 og voru þátttakendur 214 talsins í þremur vegalengdum. Árið 2018 voru þeir alls 14.625 í sex vegalengdum.Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka segir merkilega sögu um þátttöku almennings í íþróttaviðburðum. Þar sameinast iðkendur íþróttafélaga, skokkhópa og aðrir í stærsta íþróttaviðburði á Íslandi þar sem allir geta verið þátttakendur á eigin forsendum á hvaða […]

Ert þú að nota Facebook sem markaðstæki eða að velta því fyrir þér?

Dokkan , Iceland

Hvort sem þig langar að byrja að nota Facebook sem markaðstæki eða vilt vita meira um þá möguleika sem þar leynast, þá er þetta svo sannarlega Dokkufundur fyrir þig.Áherslur fundarsins: Tegundir auglýsinga á Facebook Hvernig á að velja tegund herferða út frá markmiðum Hvaða gögn leynast í bakenda auglýsingakerfisins á Facebook og hvernig á að lesa út þeim? […]

Kvíði, hamlandi fullkomnunarárátta og áhyggjur: Getur það verið fyndið?

Dokkan , Iceland

Nóg af sætum: Villa að það sé fullbókað - skráðu þig núna!Tvennt af því sem við gerum aldrei of mikið af er að hlægja og að sækja okkur innblástur og hvatningu. Á þessum Dokkufundi verður flóð af hvoru tveggja. Þau sem verða með okkur eru flestum okkar af góðu kunn og við vitum nákvæmlega fyrir hvað þau […]

Er ISO og Lean ekki nóg?

Dokkan , Iceland

Athugið að fundurinn er 28. mars - en ekki 22. mars, eins og hann var fyrst auglýstur.Á fundinum verður fjallað um BPM eða stjórnun viðskiptaferla og þann ávinning, sem BPM hefur í för með sér fyrir starfsemi fyrirtækisins. Sem dæmi má nefna að aðferðir BPM greiða götu viðskiptavinarins að vörum fyrirtækisins og geta þannig gengt lykilhlutverki í að ná forskoti á samkeppnismarkaði.Á fundinum […]

Lykiltölur í vöruflæði ÁTVR og Power BI til að styrkja ákvarðanatöku og stjórnun í vörukeðjunni

Dokkan , Iceland

ÁTVR rekur 51 Vínbúð auk vefverslunar.  Á fundinum verður greint frá  áskorunum í vöruflæði áfengis, helstu lykiltölum, þeim hefðbundnu kerfum sem notuð eru til að stýra vöruflæðinu og að lokum verður farið í gegnum hvernig ÁTVR notar önnur kerfi eins og t.d. PowerBI til að styðja við ákvarðanatöku og daglega stjórnun í vörukeðjunni.Hverjir verða með […]

Nýsköpun og vélahönnun: Varmaendurvinnsla í Fjarðaáli nýtt til húshitunar í Fjarðabyggð

Dokkan , Iceland

Álframleiðsla krefst mikillar orku og um helmingur orkunnar tapast með ýmsu móti í framleiðsluferlinu. Sem dæmi þá tapast 40% af tapaðri orku með heitu kergasi út í andrúmsloftið. Orkustig (Enthalpy) kergassins er frekar hátt með tillit til umhverfishita og/eða hýbílahita á Íslandi. Það sama gildir raunar um reiðu (Entropy) orkunnar en hún er það há […]

Sjálfvirknivæðing viðskiptaferla – lög og reglugerðir, persónuvernd

Dokkan , Iceland

Mikilvægt er að íslensk fyrirtæki sem hafa eða eru að sjálfvirknivæða ýmsa ákvarðanatöku hjá sér hugi að reglugerðum.Lítill vafi leikur á því að helsta keppikeflið á markaði í dag er að finna út hvernig megi sjálfvirknivæða viðskiptaferla, þannig að vöru og þjónustu verði komið fljótar og hagkvæmar til viðskiptavina. Fyrirmyndirnar eru alls staðar, allt frá […]

Eru Evrópuverkefni eitthvað sem þú eða þinn vinnustaður ættuð að taka átt í?

Dokkan , Iceland

Við frestum þessum Dokkufundi til haustsins - hlökkum til að sjá ykkur þá.Menntaverkefnin eru að mati Bjargar Árnadóttur það fallegasta við Evrópusambandið. Hún hefur í tíu ár tekið þátt í grasrótarstarfi um þróun fullorðinsfræðslu og verkefnin eru nú orðin tíu.Á Dokkufundinum segir hún frá því hvernig hún lenti í fyrsta verkefninu og hvernig eitt hefur […]