fbpx

Views Navigation

Event Views Navigation

Today

Gildin holdi klædd

Dokkan , Iceland

Dokkufundur 11. október 2012. Eitt það besta sem hver einasti vinnustaður hefur er grunnur byggður á góðu skynsömu hugarfari og réttu hjartalagi. Ein leið til að skapa þannig undirstöður er að huga að þeim gildum sem vinna á eftir.

Að leysa úr læðingi árangur einstaklinga og farsælla vinnustaða

Dokkan , Iceland

19.10.2012: Næstum hver sem er getur náð árangri yfir einn til tvo ársfjórðunga með því að vera á stöðugum þönum. Hins vegar er þörf á framúrskarandi stjórnanda til að hámarka möguleika teymisins og ná stöðugum og varanlegum árangri.

Forystusögur Dokkunnar: Brynja Guðmundsdóttir

Dokkan , Iceland

Dokkufundur 25.10.2012: Nú er það Brynja Guðmundsdóttir, sem segir okkur sína forystusögu, en Brynja hefur gríðarlega fjölbreytta reynslu á sviði rekstrar, upplýsingatækni, fjármála og fleira. Áður en Brynja stofnaði gagnavörsluna hafði hún m.a. gegnt stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs og innri upplýsingakerfa Skýrr hf. (nú Advania) og forstöðumanns hagdeildar hjá Símanum.

Mikilvægi innra eftirlits við rekstur og fjármálastjórnun

Dokkan , Iceland

23.10.2012: Á fundinum verður fjallað mikilvægi innra eftirlits við rekstur og fjármálastjórnun ásamt notkun staðlaðra eftirlitsaðgerða og tengsl innra eftirlits við stjórnunarreikningsskil.

Er hefðbundin tímastjórnun úrelt?

Dokkan , Iceland

Herdís leggur til að við færum okkur frá hefðbundinni tímastjórnun og verkefnalistum yfir í að auka eigin afköst og bæta frammistöðu í starfi í gegnum afrekalista og eigin orkustjórnun.

Dokkufundur: Stjórnun þekkingarferla

Dokkan , Iceland

Dokkan hefur á þessari haustönn tekið fræðslumál til umfjöllunar. Þessi fundur er framhald á því þema en fjallað verður um fræðslu- og þekkingarmenningu innan skipulagsheilda. Sjónarhorn þessa fundar verður bæði fræðilegt og raunhæft þar sem markmiðið er umræða um fagleg vinnubrögð og raunhæft verklag.