- This event has passed.
Samspil greindar, tilfinninga- og gervigreindar
13. nóvember @ 09:00 - 09:45
Við allar daglegar athafnir og ákvarðanir samnýtum við vitsmunagreind okkar og tilfinningagreind. Í þessu erindi förum við yfir hvernig þetta virkar saman og hvaða nýju áskoranir koma upp með tilkomu gervigreindarinnar og þeim gæðum sem henni fylgir. Hjördís sýnir aðeins inn í heim tilfinningagreindarinnar og þá þætti hennar sem hafa áhrif á árangur okkar í starfi og veitir nokkur góð ráð um hvernig unnt er að styrkja hjá sér tilfinningagreindina með einföldum hætti.
Hver verður með okkur?
Hjördísi Dröfn Vilhjálmsdóttir, leiðtoga- og teymisþjálfi
Leiðtoga- og teymisþjálfi (e. Executive and Team Coach) með alþjóðlega ACC vottun frá ICF. Hún er einnig vottuð sem tilfinningagreindarþjálfi (EQ-1 2.0) og er vottuð sem NBI-practitioner & Whole Brain Coach. Hún er með MSc. í stjórnun og stefnumótun og BSc. í hagfræði frá Háskóla Íslands. Hjördís býr yfir áratugareynslu sem stjórnandi, ráðgjafi og greinandi. Breytinga- og krísustjórnun er hennar kjarnafærni og hún býr yfir margþættri reynslu á því sviði. Hún elskar að sjá fólk upplifa það að ná árangri umfram væntingar um eigin getu og sjá teymi vinna þannig saman að töfrar verði til. Að mati hennar felst lykillinn að árangri í hugrekki til breytinga, vel útfærðri aðgerðaráætlun og nettum sveigjanleika til að takast á við þær áskoranir sem upp koma.
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.