Á Dokkufundinum fáum við innsýn í innleiðingu lýð- og geðheilsustefnu Krónunnar þar sem áherslunar voru á bæði líkamlega og andlega heilsu starfsfólks og viðskiptavina. Við fáum að vita hvað felst í stefnunni og hvernig leitast er við að koma henni í framkvæmd.
En í samræmi við lýðeiheilsustefnuna býðst starfsfólki sérstakur velferðarpakki sem felur í sér meðal annars íþróttarstyrk, sálfræðitíma, lífstílsráðgjöf, markþjálfun og fleira – en helsta markmið Krónunnar er að vera leiðandi vinnustaður í lýðheilsumálum jafnt fyrir starfsfólk og viðskiptavini.
Fanney Bjarnadóttir verkefnastjóri lýðheilsumála hjá Krónunni. Fanney er með B.sc-gráðu í íþrótta- og lýðheilsufræðum frá Háskóla Íslands og Ms-gráðu í verkefnastjórnun frá sama skóla og stundar núna nám í Ms. í mannauðstjórnun í Háskóla Íslands.
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.