- This event has passed.
Heilsukvíði, einkenni og lausnir
31. janúar @ 09:00 - 09:45
Í samfélaginu okkar er gríðarlega mikill áhugi á heilsu, við lesum alls skyns bækur og greinar um heilsu og hvernig við getum haft áhrif á eigin líkamlega og andlega heilsu. Mjög margt getur haft áhrif á hvernig við upplifum eigin heilsu og má þarf nefna umræðu í samfélaginu (samfélagsmiðum), heilsufar fólksins í kringum okkur og að sjálfsögðu hvernig okkur líður – og hvernig við viljum að okkur líði.
Því kemur það ekki á óvart að aukinn áhugi hafi vaknað á heilsukvíða á síðastliðnum árum og áratugum en heilsukvíði einkennist af óhóflegum og hamlandi kvíða þar sem fólk óttast að vera haldið alvarlegum sjúkdómi þrátt fyrir að niðurstöður læknisskoðana og rannsókna bendi til annars.
Á Dokkufundinum fáum innsýn í hvað heilsukvíði er, hvernig hann birtist og hvað er til ráða.
Hver verður með okkur?
Sóley Dröfn Davíðsdóttir, klínískur sálfræðingur hjá Kvíðamerðarðarstöðinni
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.