- This event has passed.
Nokkur hagnýt ráð fyrir þá sem lóðsa (e. facilitation)
17. janúar @ 09:00 - 09:45
Að leiða samtal ólíkra hagsmunaaðila á áhrifaríkan hátt er leiðtogahæfni sem má þjálfa og tileinka sér til að ná auknum árangri í starfi. Þessi hæfni á sér nafn; facilitation á ensku, að lóðsa á íslensku. Facilitation er fag sem hefur ekki rutt sér til rúms á Íslandi ennþá þrátt fyrir að mörg okkar standi frammi fyrir því nær daglega í störfum okkar að leiða alls kyns fundi og samtöl.
Á Dokkufundinum verður gefin innsýn í:
- Hverju það getur breytt að undirbúa og leiða samtöl (á fundum og/eða vinnustofum) á meðvitaðan hátt með hugarfari og hæfni lóðsins.
- Hvað átt er við með orðunum lóðs og vinnustofa í þessu samhengi
- Hvernig undirbúa má fundi og vinnustofur á árangursríkan hátt með aðstoð 7P módelsins
Hver verður með okkur?
Lára Kristín Skúladóttir, sjálfstætt starfandi lóðs og leiðtogaþjálfi.
Hún styður teymi með því að skapa rými og aðstæður fyrir samtölin sem skipta máli til að sterkari liðsheild og sameiginlegur árangur verði að veruleika. Hún notar þannig verkfærakistu lóðsins til að leiða teymi í skapandi samvinnu auk þess að þjálfa stjórnendur, breytingaleiðtoga og verkefnastjóra í að nýta hugarfar og hæfni lóðsins til að ná auknum árangri í sínum störfum.
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.