Á Dokkufundinum verður gefin innsýn í grunnhugtök hagfræðinnar, sem við heyrum stöðugt í fréttum og fjölmiðlum.
Fjallað verður um hvað er hagfræði og farið verður yfir helstu hagstærðirnar á borð við verðbólgu, hagvöxt, atvinnuleysi, vexti o.fl. Skoðað verður hvernig breytingar á einni stærð hefur áhrif á aðra og hvernig það birtist okkur í daglegu lífi.
Ingibjörg Erla er hagfræðingur, B.Sc., að mennt og kennir þjóðhagfræði, rekstrarhagfræði og fjármálalæsi við Verzlunarskóla Íslands en starfaði áður við lánadeild Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.