- This event has passed.
Er gervigreind eitthvað fyrir þig?
3. nóvember 2023 @ 09:00 - 09:45
Á Dokkufundinum verður eftirfarandi spurningum svarað á skýran og auðskiljanlegan hátt – fyrir fólk sem hefur ekki endilega svo sterkan tæknilegan bakgrunn:
- Hvað er gervigreind og hvernig getur hún nýst í daglegum störfum? Inngangur og nokkur dæmi um hvernig við hjá Öldu nýtum gervigreind.
- Hvað ber helst að hafa í huga við notkun og innleiðingu gervigreindar á vinnustöðum? Öryggismál, skjölun og hlutdrægni gervigreindar.
Hver verður með okkur?
Sigyn Jónsdóttir, CTO (tæknistjóri) og meðstofnandi Öldu.
Sigyn starfaði áður sem VP Customer Care hjá Men&Mice, hún var varaformaður stjórnar Tækniþróunarsjóðs 2019-2023 og var formaður Ungra athafnakvenna árin 2017-2019. Sigyn er með B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. Management Science & Engineering frá Columbia-háskóla í New York.
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.