Fjallað verður um hvaða kröfur löggjöf gerir til upplýsinga sem gefnar eru um matvæli á umbúðum eða á annan hátt. Hvaða upplýsingum eiga neytendur rétt á og hvað þarf ekki að gefa upplýsingar um? Hvernig á að gefa upplýsingar?
Katrín Guðjónsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun.
Katrín er lífefnafræðingur, M.Sc., að mennt sem hefur starfað sem sérfræðingur hjá Matvælastofnun um margra ára skeið. Hún hefur víðtæka þekkingu á matvælalöggjöf, innihaldsefnum, aukefnum, merkingum og fullyrðingum, fæðubótarefnum og aðskotaefnum.
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.