fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Spjall um þyngdarstjórnunarkerfi líkamans og sjúkdóminn offitu

18. október 2023 @ 09:00 - 09:45

Á Dokkufundinum fárum við að vita eitt og annað um efnaskiptaheilsu.

Það er fullkomlega eðlilegt að líkaminn okkar vilji safna forða. En ef of mikið er af orkuforða i fituvefnum þá vakna spurningarnar um hvort verið sé að ógna heilsunni okkar. Við fáum sífellt upplýsingar um ný snilldarráð til að léttast. Þau virka frábærlega í smá stund svo fer allt í sama farið aftur, jafnvel aðeins verra. Með því að skilja þyngdarstjórnunarkerfi líkamans og fituvefinn sjálfan betur verður vonandi auðveldara að átta sig á því hvað er líklegt til að virka og hvað ekki. Þá verður lika auðveldara að átta sig á hvenær of mikil þyngd getur truflað heilsuna okkar og hvenær öllu er óhætt.

Hver verður með okkur?

Erla Gerður  Sveinsdóttir, heimilislæknir, lýðheilsufræðingur,sérfræðingur á sviði offitumeðferðar og yfirlæknir innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.

Upplýsingar

Dagsetn:
18. október 2023
Tími
09:00 - 09:45
Viðburður Category:

Staðsetning

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.