fbpx
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Hver eru undirstöðuatriði og ferli upplýsingastjórnunar og af hverju hún skiptir máli?

15. febrúar 2023 @ 09:00 - 09:45

Fundurinn er samstarfsverkefni Félags um skjalastjórnun og Dokkunnar

Vaxandi þörf er fyrir kerfisbundna stjórn á upplýsingum fyrirtækja og stofnana þar sem þau eru órjúfanlega tengd við alla skipulagða starfsemi þeirra. Upplýsingarnar sýna hvað hefur verið gert og eru grunnurinn að skipulagningu um hvað muni vera gert í framtíðinni.

Þegar áætlað er að hefja innleiðingu á nýju upplýsingastjórnunarkerfi þarf að huga vel að undirbúningi, innleiðingu ásamt mati og eftirfylgni þannig að vel takist til. Stuðningur, samvinna, samskipti og gott upplýsingaflæði á innleiðingartímanum eru lykilþættir svo að innleiðingin heppnist vel. Hafa þarf hugfast að ekki er aðeins verið að innleiða nýtt kerfi, heldur einnig nýtt vinnulag og nýja menningu.

Aukin stafvæðing og góð upplýsingastjórnun leiðir af sér betri umgengni og nýtingu á gögnum. Vinnubrögð verða markvissari, gagnsæi og yfirsýn eykst sem auðveldar allar ákvarðanatökur. Með aukinni sjálfvirknivæðingu sem fylgir stafvæðingu, sparast tími og skilvirkni eykst sem skilar sér m.a. í aukinni starfsánægju.

Á Dokkufundinum verður fjallað um upplýsingastjórnun; hver eru undirstöðuatriði og ferli upplýsingastjórnunar, af hverju hún skiptir máli og hverju er gott að huga að við innleiðingu á upplýsingastjórnunarkerfi þannig að vel takist til.

Hver verður með okkur?

Gunnhildur Lilja Sigmundadóttir, ráðgjafi hjá SPEKTRA

Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.

Details

Date:
15. febrúar 2023
Time:
09:00 - 09:45
Event Category:

Venue

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.