Á Dokkufundinum fáum við innsýn í “tungumál virkrar hlustunar”. Margir vita hvað á EKKI að gera í virkri hlustun t.d. að gefa ráð, tala um sjálfan sig, skipta um umræðuefni – en kannski vita færri hvernig virk hlustun “talar”, það er hvernig við staðfestum það sem sagt er með viðeigandi áherslum, hvernig má spegla viðmælanda á þann hátt sem hvetur og veitir endurgjöf, án þess að gera fólk ofurmeðvitað og hægja þannig á tjáningunni – eða setja fólk út laginu.
Við fáum dæmi um þetta í léttum dúr á leikrænum nótum og fáum að sjá hvernig hægt er að dýpka tjáningu viðmælanda með virkri hlustun.
Arnór Már, markþjálfi – MCC. Arnór Már er einn af okkar reyndustu markþjálfum hér landi.
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.