Mikið er talað um þær breytingar sem eru að eiga sér stað í samfélaginu og birtingarmynd þeirra speglast ekki síst inn í vinnumarkaðinn í formi hreyfingar á starfsfólki. Við hjá Dale Carnegie erum áhugasöm um hegðun og líðan fólks almennt og höfum velt því fyrir okkur hvernig gildi hafa breyst og hvaða áhrif og afleiðingar það hefur inn í fyrirtækin. Flestir kannast við “The great resignation” eða “Stóra uppsögnin” og stjórnendur leggja sig fram við að skilja hvað það er sem gerir fyrirtækið að eftirsóknarverðum vinnustað.
Á vinnustofunni veltum við upp nokkrum spurningum – eins og:
Unnur Magnúsdóttir og Jón Jósafat Björnsson eigendur Dale Carnegie leiða vinnustofuna.
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.