- This event has passed.
Verkefnastjórnun: Endurnýjun grunnkerfa fjármálamarkaðarins
12. janúar 2023 @ 08:30 - 09:45
Vinir okkar í Verkefnastjórnunarfélagi Íslands bjóða okkur á þennan frábæra fræðslufund 💛
ATH. Fundurinn hefst kl. 8.30 og stendur til 9.45.
RB hefur um áratugaskeið rekið grunninnviði íslenska bankakerfisins, m.a. innlána- og greiðslukerfi viðskiptabankanna og millibankakerfi Seðlabankans. Á undanförnum árum hefur umhverfi RB tekið stakkaskiptum þar sem erlendar lausnir hafa tekið við af eldri heimasmíðuðum kerfum ásamt því að eldri vélbúnaður hefur verið útleiddur. Þessi vegferð hefur tekið rúm 8 ár og hafa tekið þátt í þeim aðilar frá RB og bönkunum ásamt erlendum og innlendum samstarfsaðilum. Í þessari kynningu er stuttlega farið yfir þessi flóknu verkefni og þau skoðuð frá verkefnastjórnarlegu tilliti.
Hverjir verða með okkur?
Jón Helgi Einarsson:
Jón Helgi er framkvæmdastjóri Hugbúnaðarsviðs hjá RB og hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan 2014. Jón Helgi hefur tekið þátt í ofangreindum verkefnum sem þátttakandi í stýrihóp, eigandi (e. sponsor) o.fl.
Sandra Dögg Pálsdóttir:
Sandra hefur starfað hjá RB síðan 2013, fyrst sem viðskiptastjóri og síðar sem verkefnastjóri. Sandra hefur meðal annars stýrt innleiðingum á nýjum innlána- og greiðslukerfum (Sopra) hjá hluta bankakerfisins ásamt því að stýra ákveðnum verkefnum sem tengjast útleiðingu stórtölvunnar.
Katrín Rögn Harðardóttir:
Katrín hefur starfað hjá RB síðan 2016 og er í forsvari fyrir Verkefnastofu RB. Hún kom að Sopra innleiðingunni og heldur núna utan um verkefni sem tengjast útleiðingu stórtölvu RB sem áætlað er að slökkva á innan fárra vikna.
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.