fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Hefur þig alltaf langað til að hlaupa – en?

19. janúar 2023 @ 09:00 - 09:45

Langar þig að verða alvöru hlaupari, náttúruhlaupari, skemmtilskokkari eða bara hlaupadúllari?

Alveg sama hvernig hlaupari þú vilt vera, það er alltaf best að byrja rétt eða leiðrétta sig áður en langra er haldið. Fjölmargir hendast upp úr sófanum (sérstaklega í janúar), reima á sig hlaupaskó og strunsa af stað – og markmiðið er langoftast að hlaupa bara rosalega hratt. En er það besta aðferðin? Sennilega ekki – en á Dokkufundinum fáum við að vita allt um það hvernig best er að hefja hlaupaferilinn og líka ef við erum þegar í ágætis hlaupagír, hvað getum við gert betur.

Hver verður með okkur?

Sigurður Örn Ragnarsson hjá Greenfit, Íslandsmeistari í þríþraut og einn okkar besti sérfræðingur í æfingaálagi, ferlum og uppbyggingu.

Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.

Upplýsingar

Dagsetn:
19. janúar 2023
Tími
09:00 - 09:45
Viðburður Category:

Staðsetning

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.