- This event has passed.
Einkenni verkefna og ferla og hver er munurinn á verkefni og feril?
2. desember 2022 @ 09:00 - 09:45
Verkefni og ferlar eru allt í kringum okkur bæði í vinnu og einkalífi. Við ætlum að velta fyrir okkur eftirfarandi spurningu á sviði verkefnastjórnunar:
Hvernig er hægt að útskýra hvað er verkefni og hvað ekki á einföldu mannamáli fyrir almenning? Eitt vitum við og það er að mikilvæg byrjun er að kalla viðfangið sem á að vinna/framkvæma sínu rétta nafni.
Hver verður með okkur?
Fyrirlesari er Haukur Helgason teymisstjóri hjá Menntamálastofnun.
Haukur hefur starfað í 20 ár sem ferlastjóri, verkefnastjóri, -stofnstjóri og -skráarstjóri og hefur stýrt innleiðingar- og hugbúnaðar verkefnum hjá Origo, Allianz, Advania, Össur og Menntamálastofnun.
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.