fbpx
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Að finna sína leið til að bregðast við loftlagsbreytingum

3. febrúar 2023 @ 09:00 - 09:45

Landsvirkjun hlaut á dögunum, fyrst íslenskra fyrirtækja, hæstu mögulegu einkunn fyrir frammistöðu í loftslagsmálum og gagnsæi í upplýsingagjöf frá umhverfissamtökunum CDP. Landsvirkjun komst þar með á A lista yfir fyrirtæki sem eru leiðandi í loftslagsmálum á heimsvísu. Kolefnisspor fyrirtækisins er með því lægsta sem þekkist á heimsvísu. Upplýsingar um losun vegna starfsemi fyrirtækja eru þó aðeins hluti þeirra atriða sem metin eru en stærstu þættirnir í einkunnargjöf CDP snúa að stjórnarháttum, viðskiptamódeli og vörslu fjármuna, stýringu loftslagstengdrar áhættu, loftslagstengdum markmiðum og framvindu þeirra.

Á Dokkufundinum fáum við innsýn í hvernig Landsvirkjun tekst á við áhrif loftslagsbreytinga og hvað það er sem gerir fyrirtækið leiðandi í loftslagsmálum á heimsvísu.

Hverjir verða með okkur?

Jóna Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun

Jóhanna Hlín Auðunsdóttir forstöðumaður Loftslags og grænna lausna hjá landsvirkjun

Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.

Details

Date:
3. febrúar 2023
Time:
09:00 - 09:45
Event Category:

Venue

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.