Á Dokkufundinum verður velt upp nokkrum spuningum varðandi öflun umsækjenda og ráðningar og hvernig við getum nálgast verkefnið á nýjan hátt með með sjálfvirkri pörun vinnustaða og einstaklinga á dýpri og markvissari hátt en almennt gerist. Sagt verður frá hvernig möguleg lausn mun hjálpa til við að auka fjölbreytileika á vinnustöðum, minnka “bias”, stytta tímann sem hver ráðning tekur, efla ímynd vinnustaða, koma með nýja nálgun við mælingar á árangur og margt fleira.
Helga Jóhanna Oddsdóttir og Herdís Pála Pálsdóttir, hjá Opus Futura. Báðar reynslumiklir mannauðsstjórar, framkvæmdastjórar og stjórnarkonur.
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.