fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

“Stóra uppsögnin“ frá sjónarhóli giggara og ráðningarþjónustu.

10. nóvember 2022 @ 08:00 - 09:45

Á þessum Dokkufundi ætlum við að velta fyrir okkur mögulegri breytingu á vinnumarkaðnum sem kölluð hefur verið “Stóra uppsögnin”. Kannanir sem gerðar voru fyrir ca. 1-2 árum gáfu til kynna að allt að 40% af vinnandi fólki var að huga um að segja upp í vinnunni. Okkur lék forvitni á að vita hvort uppsagnirnar sem virtust hafa verið í kortunum hafi orðið að raunveruleika og kannski líka hverjar voru ástæðurnar fyrir því að fólk var að hugsa um að hætta í vinnunni.

Við fengum þær Hörpu hjá Hoobla og Geirlaugu hjá Hagvangi til að velta þessu fyrir sér með okkur.

Meðal þess sem Harpa ræðir um:

  • “Stóra uppsögnin” og þær hröðu breytingar sem eru að verða á vinnumarkaði út frá “gigg-hagkerfinu” á alheimsvísu og hér heima.
  • Útskýrir hugtakið “gigg” og hvað það þýðir að vera “verkefnadrifinn” vinnustaður.
  • Eru fyrirtæki hér heima í auknum mæli farnir að nýta sér þjónustu giggara, eða er þetta bara eitthvað sem fólk talar um?
  • Að lokum lýsir Harpa sinni sýn á ráðningarferli framtíðarinnar, hvað telur hún að verði nauðsynlegt og hverju getur maður sleppt?

Harpa Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Hoobla.
Hoobla aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við að fá sérfræðinga í tímabundin verkefni og störf í lágu starfshlutfalli.

Meðal þess sem Geirlaug ræðir um:

  • Er „stóra uppsögnin“ að raungerast á Íslandi?
  • Eftir hverju er fólk að sækjast þegar það vill skipta um starf?
  • Ráðningar á þenslutímum – hverju þurfa vinnustaðir að huga að til að halda í gott starfsfólk og laða til sín öflugt starfsfólk.

Geirlaug Jóhannsdóttir, ráðgjafi, meðeigandi og stjórnendamarkþjálfi hjá Hagvangi.
Hagvangur er eitt elsta ráðninga og ráðgjafafyrirtæki á Íslandi, stofnað 1971, og sérhæfir sig í ráðningum, einkum stjórnenda og sérfræðinga og mannauðsráðgjöf.

Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.

Upplýsingar

Dagsetn:
10. nóvember 2022
Tími
08:00 - 09:45
Viðburður Category:

Staðsetning

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.