Skráning vinnuveitanda á persónuupplýsingum um starfsmenn getur talist eðlilegur þáttur í starfsemi hans og mæla ýmis rekstrarleg sjónarmið með slíku. Vinnuveitandi hefur því alla jafna lögmæta hagsmuni af skráningu upplýsinga um starfsmenn, t.a.m. vegna launavinnslu, veikindaréttar o.s.frv. Þrátt fyrir þetta þarf þó gæta að margvíslegum reglum og undantekningum sem eru í gildandi persónuverndarlögum.
Á Dokkufundinum fá við ítarlega innsýn í hvað felst í persónuvernd starfsmanna – og hvað ekki.
Vigdís Eva Líndal. sérfræðingur hjá Persónuvernd
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.