- This event has passed.
Beyond Ego: Þekkir þú þitt eigið egó?
14. september 2022 @ 09:00 - 09:45
Við erum ÖLL með egó hvort sem við erum meðvituð um það eða ekki og þetta egó bregst sjálfkrafa á sinn eigin hátt við í hinum ýmsu aðstæðum. Erindið fjallar um það hvernig við getum losað okkur úr greipum egósins og hvað breytist í okkar lífi og starfi þegar það tekst.
Fyrirlesturinn byggir á bókinni Beyond Ego – The Inner Compass of Conscious Leadership og fjallar um það hvernig stjórnendur geta orðið meðvitaðri um eigið egó og áhrif þess á líf og störf viðkomandi. Hann fer svo einnig út í það hvað stjórnendur geta gert til þess að draga úr neikvæðum áhrifum egósins og um leið nota þau jákvæðu betur. Enn fremur kemur fyrirlesturinn inná það hvernig stjórnendur geta unnið með sama efnið….með sínu eigin teymi. Þannig að teymið verði meðvitaðra um hin ýmsu egómynstur og kunni að vinna með þau.
Fyrirlesturinn byrggir á efni úr nýútkominni bók eftir Thor sem ber heitið: BEYOND EGO – The Inner Compass of Conscious Leadership og sértaklega er fjallað um okkar innri áttavita og hvernig við getum tengst honum.
Hver verður með okkur?
Thor Olafsson
Thor hefur þjálfað hefur stjórnendur í yfir 20 ár. Síðustu 18 árin hefur hann rekið þjálfunarfyrirtækið Strategic Leadership í Þýskalandi og Bretlandi og hefur hann sinnt leiðtogaþjálfun fyrir viðskiptavini þess í yfir 30 löndum. Hugðarefni Thors síðustu árin hefur verið að finna leiðir til þess að að hjálpa stjórnendum að komast yfir eigið egó. Til þess stofnaði hann www.beyondego.com sem er góðgerðastarfsemi (not for profit) sem byggir á þekkingarframlagi meðlima allsstaðar af úr heiminum.
Misstir þú af fundinum?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.