- This event has passed.
Alþjóðleg skipulagsbreyting hjá Marel
4. maí 2022 @ 09:00 - 09:45
Skipulagsbreytingar reyna á fjölmarga þætti í menningu fyrirtækja, einkum stjórnendur og starfsmenn, lagaramminn kemur einnig við sögu, skipulag og verkefnastýring svo eitthvað sé nefnt. Þegar skipulagsbreytingar eru alþjóðlegar þá eiga sömu lögmál við en flækjustigið og umfangið eykst. Í þessum fyrirlestri verður farið yfir alþjóðlega skipulagsbreytingu hjá Marel sem lauk í lok árs 2021 en þar segir frá umbreytingarferðalagi þriggja alþjóðlegra eininga innan félagsins sem sameinaðar voru í eina sterka heild. Farið verður yfir hvatann í umhverfinu sem knúði breytingarnar áfram, hvernig Marel nálgaðist verkefnið, umbreytingarferðalagið sjálft og hvaða lærdómur var dreginn upp úr hattinum við uppgjör verkefnisins.
Hver verður með okkur?
Elín Gränz, HR Director of Retail and Food Service Solution hjá Marel
Misstir þú af fundinum?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.