Við grípum tækifærið í kjölfar vinsælda myndarinnar um Tinder Swindler og þáttanna um Önnu Delvey á Netflix, og ræðum um fjársvik og hætturnar á netinu.
Í ástarsvikum stofna svikarar til falsks ástarsambands á netinu í þeim tilgangi að hafa fé af fórnarlömbunum. Þeir þykjast t.d. vera ungar konur í vanda eða særðir hermenn til að fá fólk til að bíta á agnið.
Það er ekki tilviljun að svikararnir leita fórnarlamba á samfélagsmiðlum, stefnumótasíðum og -öppum. Ástæður þess að fórnarlömb falla í gildruna geta verið ótal margar, til að mynda tilfinningalegt uppnám og sorg eftir sambandsslit eða fráfall maka. Lýsingar svikaranna geta verið afskaplega sannfærandi, þar sem innri og ytri aðstæðum eru gerð ítarleg skil í nákvæmum frásögnum.
Á Dokkufundinum verður farið yfir helstu hættur þegar kemur að fjársvikum á netinu og hvers konar aðferðum og tækni svikarar beita til að ná til fólks og hverju þarf að vera vakandi yfir. Inn í þetta flettar hún rauverulegum dæmum og hvað bankinn getur gert til að aðstoða fólk sem hefur orðið fyrir barðinu á svikahrappi.
Brynja M. Ólafsdóttir, regluvörður hjá Landsbankanum
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðun á milli.