fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Persónuvernd: Áskoranir Reykjavíkurborgar varðandi meðferð persónuupplýsinga

11. maí 2022 @ 09:00 - 09:45

Markmiðið er að veita innsýn inn í persónuverndarréttinn þar sem farið verður yfir grunnhugtök persónuverndarlaganna (og GDPR), tilgang laganna, meginreglur og lögmæti vinnslu persónuupplýsinga. Farið verður yfir efni sem er hagnýtt í fyrirtækjarekstri með það að markmiði að áheyrandi geti greint álitaefni sem tengjast persónuvernd á sínum vinnustað. Einnig verður farið yfir nýlegar úrlausnir Persónuverndar.

Kynningin er hugsuð fyrir starfsmenn sem vilja kynna sér reglur persónuverndarréttarins með það að markmiði að skilja mikilvægi persónuverndar og geta í framhaldinu greint álitaefni sem tengjast persónuvernd á sínum vinnustað.

Hver verður með okkur?

Aldís Geirdal Sverrisdóttir, teymisstjóri lögfræðiþjónustu á þjónustu- og nýsköpunarsvið Reykjavíkurborgar

Misstir þú af fundinum?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.

Upplýsingar

Dagsetn:
11. maí 2022
Tími
09:00 - 09:45
Viðburður Category:

Staðsetning

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.