fbpx
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Jákvæð verkefnastjórnun

17. febrúar 2022 @ 12:00 - 13:00

ATH. óhefðbundinn fundartíma, kl. 12.00 – 13.00

Í seinni tíð hafa vinnuveitendur verið að átta sig á mikilvægi þess að taka mið af hamingju og vellíðan sinna starfsmanna. Sérstaklega á það við hjá starfsmönnum þar sem ríkir krafa um góð og ánægjuleg samskipti, lausnarmiðað hugarfar, skilvirkni, ákveðin afköst og ábyrgðakennd.

Að stjórna verkefni er krefjandi starf og það þarf einstakling með fjölbreytta hæfileika, tæknilega og mannlega, til að verða áhrifaríkur verkefnastjóri. Með hliðsjón af því er hér horft til þeirra þátta í faglegri jákvæðri sálfræði sem geta stuðlað að eftirsóknarverðum árangri í stjórnun verkefna.

Áherslur.

  • Verkefnastjórnun – teymið og verkefnastjórinn – þróun og áherslur
  • Hvað er jákvæð sálfræði og tenging við verkefnastjórnun
  • Jákvæð forysta í verkefnastjórnun
  • Einkenni árangursríkra verkefnisteyma

Hver verður með okkur?

Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar

Misstir þú af fundinum?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðun á milli.

Fundurinn er samstarfsverkefni Dokkunnar og Verkefnastjórnunarfélags Íslands

Þið sem ekki eruð í Dokkunni sendið skráninguna á dokkan@dokkan.is: “Ská mig á Jákvæð verkefnastjórnun”

Details

Date:
17. febrúar 2022
Time:
12:00 - 13:00
Event Category:

Venue

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.