Á síðustu misserum hefur umræða um peningaþvætti og áhrif þess í samfélaginu, aukist mikið. Undir málaflokkinn falla fjölmörg atriði og m.a. hérlendis gerðar ríkari kröfur til aðila sem falla undir svo nefnda tilkynningarskyldu gagnvart Fjármálaeftirliti Seðlabankans eða Skattsins.
Á fundinum verður fjallað um aðgerðir gegn peningaþvætti og farið yfir m.a. helstu kröfur laganna og hvað fyrirtæki þurfa að hafa í huga.
Björg Anna Kristinsdóttir er lögfræðingur hjá KPMG og hefur sérhæft sig í aðgerðum gegn peningaþvætti og tengdum brotum og málaflokkum. Björg Anna hefur mikla reynslu og þekkingu á málum er tengjast peningaþvætti og hefur komið að fjölmörgum verkefnum sem lúta að hlítni við lög og reglugerðir. Hún ber einnig ábyrgð á málaflokknum hjá KPMG.
Á vfnum – í Teams