Starfsfólk hefur í auknum mæli kallað eftir meiri fjölbreytileika við að inna störf sín af hendi. Eitt af því sem kallað hefur verið eftir og er í takt við nútíma stjórnunarhætti er að starfsfólk geti að hluta til sinnt störfum sínum utan hefðbundinnar starfsstöðvar.
Fjarvinnustefna er stefna vinnustaða um skipulag fyrirfram skilgreindrar fjarvinnu starfsmanna. Til að fjarvinna nýtist sem skyldi þarf að ríkja gagnkvæmt traust á milli starfsfólks og stjórnenda. Einnig er skilvirk stýring verkefna afar mikilvæg.
Áður en fjarvinnustefna er tekin upp á vinnustað þarf að eiga sér stað ákveðin undirbúningsvinna og ýmis atriði geta verið tilgreind í fjarvinnustefnu en eftirfarandi verður að koma fram.
Elín Valgerður mun kynna leiðbeiningar við gerð fjarvinnustefnu frá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins og Þórunn mun fjalla um mikilvægi góðrar vinnuaðstöðu í fjarvinnu og kynna gátlista til að gera áhættumat með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna í fjarvinnu.
Elín Valgerður Margrétardóttir, sérfræðingur hjá Kjara og mannauðssýslu ríkisins
Þórunn Sveinsdóttir, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu.
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðun á milli.