fbpx
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Ertu alltaf að hamast í ræktinni – og lítið gerist?

8. október 2021 @ 09:00 - 09:45

Á þessum Dokkufundi ætlum við skyggnast undir yfirborðið og skoða orkunotkun líkamans í mismunandi aðstæðum og hreyfingu. Hvað er að gerast í líkamanum þegar við hömumst í ræktinni, hlaupum, hjólum eða bara stundum einhvert það sport sem okkur finnst skemmtilegt? Hvað hefur áhrif á framfarnir? Af hverju stöndum við í stað?

Hvernig notar líkaminn orku?

  • Í hvaða aðstæðum breytir líkaminn fitu í orku?
  • Í hvaða aðstæðum er fitubruninn mestur?
  • Í hvaða aðstæðum breytir líkaminn kolvetnum í orku?
  • Í hvaða aðstæðum er kolvetnabruninn mestur?
  • Hvernig vitum hvenær líkaminn skiptir frá fitubruna yfir í kolvetnabruna – og öfugt?
  • Hvað þurfum við að gera til að líkaminn noti frekar fitu en kolvetni sem orku?

Hver verður með okkur?

Sigurður Örn Ragnarsson, margfaldur Íslandsmeistari í þríþraut og sérfræðingur hjá Greenfit

Misstir þú af fundinum?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðun á milli.

Details

Date:
8. október 2021
Time:
09:00 - 09:45
Event Category:

Venue

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.