Undanfarin misseri hefur Reiknistofa Bankanna unnið að aðlögun og innleiðingu á nýju innlána og greiðslukerfi í samstarfi við tvo af eigendum sínum og helstu viðskiptavinum, Landsbanka og Íslandsbanka. Kerfið leysir af hólmi áratugagömul heimasmíðuð kerfi sem þjónað hafa þessum grunnþáttum fjármálaþjónustu, og eru því – eðli málsins samkvæmt – vandlega samofin í daglega vinnslu tölvukerfa bankanna. Á fundinum, sem er samstarfsverkefni Dokkunnar og Verkefnastjórnunarfélagsins, fáum við